Volaða land eftir Hlyn Pálmason var valin besta myndin á Almeria Western Film Festival á Spáni á dögunum. Elliot Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn. Þá hlaut stuttmynd Hlyns, Hreiður, dómnefndarverðlaun á Un Festival C’est Trop Court hátíðinni í Frakklandi fyrir skemmstu.