Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti í gær leikkonunum Isabelle Huppert frá Frakklandi og Vicky Krieps frá Luxemborg og ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.
Afhendingin fór fram á Bessastöðum að viðstöddu margmenni. Baltasar Kormákur leikstjóri, Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona og Vera Sölvadóttir leikstjóri fluttu heiðursgestunum kveðju.
Fleiri myndir frá samkomunni má sjá hér að neðan (smellið á mynd):