Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.
Segir á Vísi:
Kvikmyndatöku stjórna Árni Filippusson og Ásgrímur Guðbjartsson, klipping er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlist gerir Kjartan Hólm. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.