NAPÓLEONSSKJÖLIN í öðru sæti, VILLIBRÁÐ að komast í hóp mest sóttu myndanna

Napóleonsskjölin nálgast 19 þúsund gesti eftir þriðju helgi og Villibráð nálgast 48 þúsund manns eftir sjöundu helgi.

4,919 gestir sáu Napóleonsskjölin í vikunni, en alls hafa 18,733 séð hana eftir þriðju sýningarhelgi.

Villibráð sáu 3,788 gestir í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 47,927 eftir sjöundu sýningarhelgi. Ljóst er að myndin fer í vikunni inná topp tíu listann yfir mest sóttu myndirnar frá upphafi mælinga (Vonarstræti er nú í 10. sæti með alls 47,982 gesti). Þá mun hún einnig verða fyrsta myndin sem fer yfir 100 milljóna króna múrinn í miðasölutekjum. Heildartekjur myndarinnar nú nema 99,451,413 krónum. Hafa ber í huga að nokkrar eldri myndir fengu hærri tekjur miðað við núvirðingu.

Aðsókn á íslenskar myndir 13.-19. feb. 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
3 Napóleonsskjölin 4,919 (7,122) 18,733 (13,814)
7 Villibráð 3,788 (4,568) 47,927 (44,139)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR