Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2022

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2022.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (spilari RÚV, tímaflakk, VOD ofl.) en einungis innan viku frá frumsýningu – áhorf eftir það er ekki talið.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta. Hugtakið meðaláhorf nær yfir þann fjölda sem horfði allan tímann.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Athugið að engar bíómyndir voru frumsýndar í sjónvarpsstöðvunum árið 2022.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Athugasemd varðandi verk sýnd á efnisveitum
Áhorfsmælingar Gallup ná ekki til þessa efnis. Hinsvegar hefur Klapptré aflað upplýsinga frá Símanum um fjölda spilana á þessum verkum 2022. Gerð er grein fyrir fjölda spilana á hvert verk í dálknum sem fjallar um leikið sjónvarpsefni. Áhorfstölur fyrir þessi verk hér að neðan eru því nokkurskonar „lærð ágiskun“. Forsendurnar eru þessar: Spilanir deilt í fjölda þátta sinnum 2 áhorfendur pr. spilun. Þannig fást út áhorfendatölur. Hér er því um hreina ágiskun að ræða, en með þessum forsendum. Það skal undirstrikað að ágiskunin um áhorfstölur á þættina er alfarið Klapptrés.

Athugið að áhorfendatölur varðandi leikið sjónvarpsefni eru ekki sambærilegar. 

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2022

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF% / SPILANIR  ÁHORFENDUR 
Venjulegt fólk 4*** Sjónvarp Símans 6 369.339          123.113
Venjulegt fólk 5*** Sjónvarp Símans 6 273.063             91.021
Verbúðin** RÚV 7 35,6             86.152
Venjulegt fólk jólaþættir*** Sjónvarp Símans 2 83.055             83.055
Brúðkaupið mitt*** Sjónvarp Símans 6 205.277             68.426
Vitjanir* RÚV 8 22,1             53.482
Svörtu sandar**** Stöð 2 8 Ekki vitað Ekki vitað
* Meðaláhorf á þátt | ** Meðaláhorf á þátt, sjö þættir af átta (fyrsti sýndur 2021). | *** Spilanir eingöngu, sjá útreikninga ofar. | **** 8 þættir af 10, tveir fyrstu sýndir 2021.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2022

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF%  ÁHORFENDUR 
Verbúðin – á bak við tjöldin RÚV 1 30,9             74.778
Leitin að gullskipinu RÚV 1 21             50.820
Eftirsókn eftir vindi RÚV 1 19,7             47.674
Sunnanvindur RÚV 1 19,5             47.190
Ég er einfaldur maður – ég heiti Gleb RÚV 1 18,2             44.044
GDRN: Hugarró RÚV 1 15,2 36.784
Velkominn Árni RÚV 1 15,2             36.784
Beirút – Akureyri RÚV 1 15,1             36.542
Ljósmál RÚV 1 15,1             36.542
Milli fjalls og fjöru RÚV 1 14,7             35.574
Bæir byggjast* RÚV 5 14,4             34.848
Humarsúpa RÚV 1 12,9             31.218
Hvunndagshetjur RÚV 1 12,8             30.976
Ég sé þig RÚV 1 10,4             25.168
Út úr myrkrinu RÚV 1 9,5             22.990
5 konur – 400 ár RÚV 1 9             21.780
Dýrð í dauðaþögn – saga plötu RÚV 1 8,7             21.054
Grund RÚV 1 8,6             20.812
Stolin list* RÚV 3 7,5             18.150
*Meðaláhorf á þátt.

Áhorf á íslenskar stuttmyndir 2022

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF%  ÁHORFENDUR 
Óskin RÚV 1 18,1             43.802
Nýr dagur í Eyjafirði RÚV 1 16,3             39.446
Blaðberinn RÚV 1 13,2             31.944
Frú Regína RÚV 1 11,7             28.314
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR