Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur rann út þann 12. desember síðastliðinn.
Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Ekkert er minnst á aðkomu Kvikmyndaráðs, en í auglýsingu sem birtist í lok nóvember var tekið fram að ráðherra skipi í starfið að fenginni umsögn Kvikmyndaráðs. Sagði þar ennfremur að ráðherra muni að auki skipa ráðgefandi þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.
Fréttin er svohljóðandi:
Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en staðan var auglýst þann 28. nóvember sl. og umsóknarfrestur rann út þann 12.desember sl.
Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.
Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 18. febrúar 2023.
Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:
Börkur Gunnarsson, rektor
Christof Wehmeier, kynningarstjóri
Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri
Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur
Henný Adólfsdóttir, sölustjóri
Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri
Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri
Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri
Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður
Michael Lane, verkefnastjóri
Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður
Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri
Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri