Lilja skoðar að draga úr niðurskurði til Kvikmyndasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.

Lilja sagði í viðtali við fréttastofu í morgun kl. 9 að niðurskurðurinn hefði verið vegna verðbólgu sem allir ráðherrar hefðu þurft að taka til sín. „Við erum hinsvegar að skoða það, innan þeirra fjárheimilda sem ég hef sem ráðherra, hvernig við getum komið til móts við verkefni sem eru komin af stað, að þau stöðvist ekki, hvernig við getum unnið þetta. Og við gerum það.“

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR