Þráinn Bertelsson: Sambandið milli íslenskra kvikmynda og áhorfenda má ekki rofna

Þráinn Bertelsson er í viðtali við Morgunblaðið í dag um feril sinn í tilefni heiðursverðlauna ÍKSA sem honum voru veitt á Eddunni í gær. Hann segir meðal annars að íslensk kvikmyndagerð byggi á sterku samtali við þjóðina sem megi ekki rofna.

Undir lok spjallsins er hann spurður um stöðuna í dag:

Spurður hvernig íslenski kvikmyndabransinn komi honum fyrir sjónir í dag segist Þráinn hafa áhyggjur af því að framleiðendur séu sér „lítið meðvitaðir um að úthlutunarnefndir framleiða ekki peninga. Ef sambandið milli íslenskra kvikmynda og áhorfenda rofnar er alveg öruggt að löngun stjórnmálamanna til að leggja fé almennings í íslenska kvikmyndagerð mun minnka,“ segir Þráinn og bendir á að kvikmyndagerðin hrærist ekki í tómarúmi heldur byggist hún á sterku samtali við þjóðina.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR