Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.
Dagskrá haustsins er sem hér segir (smelltu á hlekkina til að fá frekari upplýsingar um verk og sýningartíma):
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER:
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER:
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER:
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER:
Með Bíóteki Kvikmyndasafns Íslands vill safnið gefa kvikmyndaáhugafólki tækifæri til að upplifa allskonar kvikmyndir einn sunnudag í mánuði. Margar kvikmyndir njóta sín best á stóru tjaldi í kvikmyndahúsi og við val á kvikmyndum til sýninga er lögð áhersla á að höfða til sem flestra og á öllum aldri. Miðaverði er sömuleiðis stillt í hóf og miðinn kostar einungis 1.000 krónur. Þeir sem vilja sjá allar sýningar dagsins fá þá þriðju fría. Sérstakir viðburðir verða í tengslum við margar af sýningunum sem geta veitt nýja innsýn í verkin.