Bíómyndin Þrot eftir Heimi Bjarnason er í sýningum þessa dagana. Í stuttri klippu ræðir Nicole Goode tökustjóri stíl myndarinnar.
Goode vinnur við tökur, leikstjórn og litvinnslu. Hún byrjaði ferilinn í Toronto í Kanada en flutti sig svo yfir til Prag í Tékklandi. Þar kynntist hún Heimi Bjarnasyni, leikstjóra Þrot. Saman hafa þau unnið að ýmsum stuttmyndum og skipst á að leikstýra og stýra tökum. Nýjasta stuttmynd hennar, Supine, var frumsýnd á Bucheon hátíðinni, vann Melies D’Argent verðlaun á Hardline hátíðinni og keppti um Melies d’or á Sitges gátíðinni.