VOLAÐA LAND selst vel í Cannes

Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur selst vel í Cannes. New Euope Film Sales höndlar sölu á heimsvísu.

Screen kallar myndina „sjóðheita“ og greinir frá því að Curzon hafi keypt dreifingarrétt í Bretlandi og Írlandi, en keðjan er sú stærsta þar á sviði listrænna kvikmyndahúsa.

“Volaða land er stórkostleg kvikmynd sem varpar mjög áhugaverðu ljósi á pólitík, list, sögu, trú og náttúru,“ hefur Screen eftir Eleonora Pesci, innkaupastjóra hjá Curzon. ”Þetta var ein besta myndin sem sýnd var í Cannes.”

Myndin seldist einnig til Spánar, Eystrasaltslandanna, Ungverjalands og Grikklands.

Rétt fyrir Cannes hafði myndin verið seld til Frakklands, Niðurlanda, Póllands, Ástralíu og Nýja Sjálands. Scanbox sér um dreifingu á myndinni í Skandinavíu og Sena á Íslandi, þar sem áætlað er að frumsýna hana 30. september.

Cannes hátíðinni lýkur í dag með afhendingu Gullpálmans. Í gærkvöldi hlaut franska kvikmyndin The Worst Ones eftir Lise Akoka og Romane Gueret aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins, þar sem Volaða land tók þátt.

HEIMILDScreen
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR