Tökur standa yfir á spennumyndinni NAPÓLEONSSKJÖLIN

Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.

Tökur fara fram í Reykjavík og nágrenni, við Hrunalaug og á Vatnajökli. Einnig verður hluti myndarinnar tekin upp í Þýskalandi.

Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.

Með helstu hlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones) og Ólafur Darri Ólafsson.

Framleiðendur eru Tinna Proppé, Hilmar Sigurðsson og Kjartan Þór Þórðarson fyrir Sagafilm og Dirck Schweizter og Anita Elsani fyrir þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Films.

Áætlaður kostnaður nemur um 900 milljónum króna. Stefnt er að frumsýningu á fyrri hluta næsta árs.

Ólafur Darri Ólafsson leikari og Sylvía Dögg Halldórsdóttir búningahönnuður við tökur | Mynd: Julie Rowland.
Óskar Þór Axelsson leikstjóri fyrir miðju | Mynd: Julie Rowland.
Frá tökum á Napóleonsskjölunum við Hrunalaug | Mynd: Julie Rowland.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR