Sýningar hefjast á SKJÁLFTA Tinnu Hrafnsdóttur

Skjálfti, fyrsta bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum.

Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.

Anita Briem fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson.

Auk þess að leikstýra skrifar Tinna handrit, sem byggt er á skáldsögunni Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Hlín Jóhannesdóttir og Tinna Hrafnsdóttir framleiða fyrir Ursus Parvus og Freyja Filmworks.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR