Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2021

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2021.

Mælingar á áhorfi að verða sífellt flóknari

Sökum þess að sjónvarpsdagskrá er ekki lengur eingöngu línuleg heldur einnig hliðruð verður stöðugt flóknara að halda utan um heildaráhorf á tiltekna dagskrárliði. Færslan frá línulegu áhorfi til hliðraðs eykst sífellt, en rafrænar mælingar Gallup (sem þessar tölur byggjast á) ná aðeins til línulegs áhorfs (frumsýning) og síðan hliðraðs áhorf fyrstu sjö dagana.

Hinar rafrænu mælingar Gallup segja því í mörgum tilfellum aðeins hluta sögunnar. Mælingar á fjölda spilana í spilara RÚV og í VOD þjónustum sýna til dæmis að áhorf á Ófærð 3 er álíka næstu tvo mánuði eftir sýningu hvers þáttar og hún er á frumsýningardegi + fyrstu vikuna á eftir. Samkvæmt fyrstu tölum varðandi Verbúðina virðist stefna í sömu þróun þar. Sé miðað við að 2 horfi á hverja spilun er áhorf þessvegna um helmingi hærra en það mælist í rafrænum mælingum Gallup.

Hinsvegar er ekki enn komin samræmd aðferð til að mæla spilanir á öllu efni yfir lengra tímabil og slíkar tölur eru ekki inní rafrænum mælingum Gallup. Unnið er að því að koma slíkum mælingum á.

Þangað til er því aðeins miðað við rafrænar mælingar Gallup í þeim tölum sem birtast hér, utan þeirra verka sem sýnd voru í Sjónvarpi Símans Premium og gerð er grein fyrir neðar. Um leið er þessi fyrirvari gerður um áætlað áhorf utan þess ramma sem Gallup notar. Það skal undirstrikað að tölur um fjölda áhorfenda við hverja spilun er eingöngu áætlun. Þá er og óvarlegt að draga sömu ályktun um alla dagskrárliði sem hér eru nefndir.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (spilari RÚV, tímaflakk, VOD ofl.) en einungis innan viku frá frumsýningu – áhorf eftir það er ekki talið.

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta. Hugtakið meðaláhorf nær yfir þann fjölda sem horfði allan tímann. Einnig er mælt svokallað uppsafnað áhorf sem sýnir þann fjölda sem horfði eitthvað á viðkomandi dagskrárlið. Þær tölur eru yfirleitt töluvert hærri, en ekki birtar hér.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða. Athugið að engar stuttmyndir voru sýndar á sjónvarpsstöðvunum 2021.

Endursýningum á eldri verkum er sleppt. Hinsvegar skal nefnt að RÚV sýndi fjölda íslenskra bíómynda í tengslum við þáttaröðina Ísland: bíóland og var áhorf á þær gott. Mest áhorf fékk Stella í orlofi, eða um 20%.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Athugasemd varðandi verk sýnd á efnisveitum
Tvær þáttaraðir, Systrabönd og Stella Blómkvist 2 og tvær kvikmyndir, Birta og Þorpið í bakgarðinum, voru sýndar í efnisveitu (Sjónvarp Símans Premium). Áhorfsmælingar Gallup ná ekki til þessa efnis. Hinsvegar hefur Klapptré aflað upplýsinga frá Símanum um fjölda spilana á þessum verkum 2021. Alls fengu Systrabönd 389.220 spilanir.  Stella Blómkvist 2 fékk 203.067 spilanir, Birta fékk 36.464 spilanir og Þorpið í bakgarðinum 5.182 spilanir.

Áhorfstölur fyrir þessi verk hér að neðan eru því nokkurskonar „lærð ágiskun“. Forsendurnar eru þessar: Spilanir deilt í fjölda þátta sinnum 2 áhorfendur pr. spilun. Þannig fást út áhorfendatölur. Hér er því um hreina ágiskun að ræða, en með þessum forsendum. Það skal undirstrikað að ágiskunin um áhorfstölur á þættina er alfarið Klapptrés. Einnig skal minnt á að sambærilegar spilunarupplýsingar vantar um önnur verk sem nefnd eru hér (sjá inngang) og því skal gera fyrirvara um samanburð á áhorfi.

Það skal undirstrikað að áhorfendatölur varðandi leikið sjónvarpsefni eru ekki sambærilegar. Ályktanir um hvaða verk hlaut mest áhorf eru því ekki reistar á sambærilegum gögnum.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2021

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Systrabönd***Sjónvarp Símans6á ekki viðEkki reiknað129.740
Verbúðin**RÚV1232,678.892
Ófærð 3*RÚV8231,175.262
Birta***Sjónvarp Símans1á ekki viðEkki reiknað72.928
Stella Blómkvist 2***Sjónvarp Símans6á ekki viðEkki reiknað67.689
Gullregn*RÚV3120,449.368
SóttkvíRÚV1119,948.158
Vegferð*Stöð 2624,811.616
Þorpið í bakgarðinum***Sjónvarp Símans1á ekki viðEkki reiknað10.364
Svörtu sandarStöð 22e/ve/ve/v
* Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum) | ** Meðaláhorf á þátt, aðeins fyrsti þáttur (hinir sýndir 2022). | *** Spilanir eingöngu, meðaláhorf á þátt, sjá útreikninga ofar. | e/v: Ekki vitað.

Athugið að skoða forsendur útreikninga hér að ofan. Samkvæmt þeim er alls ekki ljóst út frá gögnum hvaða verk naut mest áhorfs, enda forsendur mælinga mismunandi.

Þáttaröðin Katla

Þá skal nefnt að samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní, höfðu þá 36% Íslendinga (rúmlega 135 þúsund manns) horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá. Þættirnir komu út á Netflix þann 17. júní. Skoða má könnunina hér.

Hvítur, hvítur dagur fékk mesta áhorf íslenskra bíómynda í sjónvarpi 2021 ásamt Tryggð.

Áhorf á bíómyndir 2021

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Hvítur, hvítur dagurRÚV1110,224.684
TryggðRÚV1110,224.684
Undir halastjörnuRÚV11921.780
BergmálRÚV118,420.328
VargurRÚV117,919.118
Grínari hringsviðsins (um Gísla Rúnar Jónsson) hlaut mest áhorf heimildamynda 2021.

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2021

HEITISTÖÐFJÖLDI ÞÁTTAFJÖLDI SÝNINGAÁHORF%ÁHORFENDUR
Grínari hringsviðsins**RÚV1433,380.586
Hringfarinn***RÚV2524,459.048
Lesblinda**RÚV1322,253.724
Daði og gagnamagnið***RÚV232253.240
Ljótu hálfvitarnir**RÚV1221,451.788
Hálfur álfur**RÚV1220,750.094
Leyndarmálið**RÚV1320,148.642
Húsmæðraskólinn**RÚV1219,346.706
Hamingjan býr í hæglætinu**RÚV1519,146.222
Hvernig Titanic varð björgunarbáturinn minn**RÚV131945.980
Maður sviðs og söngvaRÚV1118,444.528
690 VopnafjörðurRÚV1116,439.688
Góði hirðirinnRÚV1115,838.236
Risinn rumskar: Bárðarbunga**RÚV1314,334.606
Alla baddarí Fransí biskvíRÚV1114,234.364
Aftur heim?RÚV1114,134.122
Ísland: bíóland***RÚV10313,833.396
Eldhugarnir**RÚV1213,532.670
Handritin - Veskú**RÚV1313,532.670
GósenlandiðRÚV1113,532.670
Trúbrot: Lifun**RÚV1213,432.428
Guðni á trukknumRÚV1112,830.976
A Song Called Hate (Lagið um hatrið)***RÚV3212,129.282
Guðríður hin víðförlaRÚV119,923.958
Nýjar hendur - innan seilingarRÚV119,522.990
Baráttan - 100 ára saga Stúdentaráðs***RÚV42716.940
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR