Samkvæmt könnun Prósent horfðu 57% Íslendinga á fyrsta þátt Verbúðarinnar og 88% þeirra voru ánægðir með þáttinn.
Þetta kemur fram á vef Prósent og þar segir:
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 30. desember 2021 til 9. janúar 2022, höfðu 57% Íslendinga horft á fyrsta þáttinn af Verbúðinni sem frumsýndur var á RUV 26. desember 2021.
Áhorf á fyrsta þátt verðbúðarinnar sem sýndur var á RUV 26. desember 2021

Ert þú búin(n)(ð) að horfa á fyrsta þátt Verbúðarinnar sem frumsýndur var þann 26. desember síðastliðinn á RÚV?
Hærra áhorf mældist í eldri aldurshópum en 74% úr aldurshópnum 65 ára og eldri hafði horft á fyrsta þáttinn en einungis 35% í aldurshópnum 18-34 ára.

Ánægja með Verbúðina
Mjög mikill meirihluti svarenda voru ánægðir með þættina. 51% Íslendinga sögðu að þeir væru mjög ánægðir með þáttinn, 37 % voru frekar ánægðir, 9% voru hvorki né, 2% voru frekar óánægð og 1% voru mjög óánægðir.

Lítill munur var á einkunnargjöf á milli hópa, en fólk á höfuðborgarsvæðinu var ánægðara með þáttinn en fólk á landsbyggðinni. Að sama skapi mældist aðeins meiri óánægja í aldurshópnum 65 ára og eldri.

Framkvæmd rannsóknar
Gögnum var safnað frá 30. desember 2021 til 9. janúar 2022.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarendur: 1.118
Svarhlutfall: 49%
Tekið skal fram að þetta er ekki sama mæling á áhorfi og þær rafrænu mælingar á áhorfi sem Gallup stendur fyrir.