Sjónvarpsmyndin Tilbury (1987) eftir Viðar Víkingsson er meðal fjölda alþjóðlegra kvikmynda sem bandaríska dreififyrirtækið Severin Films gefur út í stórum Blu-ray pakka undir samheitinu All the Haunts Be Ours.
Fræðast má um þessa útgáfu hér, Tilbury er á disk 5.
Ýmislegt aukaefni fylgir Tilbury, þar á meðal spjall Viðars Víkingssonar og Þórarins Eldjárn yfir myndinni, viðtöl við Karl Ágúst Úlfsson og Kristján Franklín Magnús sem fóru með helstu hlutverkin og skólamynd Viðars sem byggð er á þjóðsögunni um Djáknann á Myrká.
Á umsagnavefnum Letterboxed má finna margar umsagnir um myndina og á kvikmyndavefnum Bloody Disgusting, sem sérhæfir sig í hryllingsmyndum, má lesa ítarlega umsögn.
Hér að neðan má sjá Viðar ræða Tilbury í tengslum við sýningar á henni í Winnipeg Cinematheque í Kanada, en þar stendur nú yfir hátíð helguð þjóðsagnahryllingi.