Stikla víkingamyndarinnar The Northman er komin út. Myndin er byggð á handriti Sjón og Robert Eggers, sem einnig leikstýrir.
The Northman gerist á Íslandi nokkru eftir landnám, við upphaf tíundu aldar. Höfðingjasonurinn Amleth leitar hefnda eftir vígið á föður sínum sem hann varð vitni að sem ungur drengur.
Margir heimskunnir leikarar fara með helstu hlutverk, þar á meðal Alexander Skarsgård sem leikur Amleth, Nicole Kidman, Claes Bang, Anya Taylor-Joy, Ethan Hawke, og Willem Dafoe. Björk, Ingvar E. Sigurðsson og Hafþór Júlíus Björnsson koma einnig fram í myndinni.
Tökur fóru að mestu fram á Írlandi (!), en hluti myndarinnar var tekin upp hér á landi. Svo skemmtilega vill til að Ísland hefur verið notað sem staðgengill Írlands í Hrafninn flýgur (1984) sem einnig fjallaði um ungan mann sem fer til Íslands til að hefna vígs foreldra sinna.
The Northman verður frumsýnd 22. apríl næstkomandi.