Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir kvikmyndaráðgjafa og sérfræðingi í miðlun og stafrænni þróun

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf kvikmyndaráðgjafa og starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Hagvangur annast móttöku umsóka og nánari upplýsingar má finna á vef Hagvangs.

Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2021.

Kvikmyndaráðgjafi

Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndaráðgjafi leggur listrænt mat á umsóknir sem berast til Kvikmyndamiðstöðvar um styrki úr Kvikmyndasjóði, jafnt fyrir leikið efni og heimildamyndir. Matið fer fram með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdaþáttum. Ráðgjafi fylgist jafnframt með framvindu þeirra verkefna sem stuðning hljóta.

Kvikmyndaráðgjafi skal hafa staðgóða þekkingu og/eða reynslu á sviði kvikmynda og má ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð meðan á ráðningartíma stendur.

Umsækjandi þarf að hafa lokið námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla eða hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu af einhverri af lykilstöðum í kvikmyndagerð. Krafist er góðrar íslensku- og enskukunnáttu, auk þess er kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur. Mikilvægt er að kvikmyndaráðgjafar hafi góða samskiptahæfileika og eigi auðvelt með að tjá sig jafnt í ræðu og riti.

Kvikmyndamiðstöð leitar að a.m.k. einum ráðgjafa sem þarf að geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemur að ráða í fullt starf eða hlutastarf.

Um tímabundna ráðningu er að ræða og ráðningartími nemur allt að tveimur árum í senn.

Laun taka mið af launakjörum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar má finna hér.


Sérfræðingur – miðlun og stafræn þróun

Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar að ráða framúrskarandi kröftugan og metnaðarfullan einstakling í starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Hlutverk sérfræðings er að marka stefnu og áætlanir í markaðs- og kynningarmálum og annast stefnumótun, þróun og verkefnastjórn stafrænna lausna.

Viðkomandi mun einnig bera ábyrgð á vefstjórn, gerð og miðlun frétta- og kynningarefnis eftir öflugustu miðlunarleiðum hverju sinni,
bæði hér á landi og alþjóðlega. Vinnur náið með forstöðumanni og öðru starfsfólki KMÍ auk hönnuða, rétthafa og annarra hagaðila.

Önnur helstu verkefni eru að treysta stafræna mörkun KMÍ. Tryggir að kynningar- og markaðsefni á vegum KMÍ styðjist við öflugustu
miðlunarleiðir og hafi skýra ásjónu. Koma auga á tækifæri til miðlunar og vinna að útfærslu með starfsfólki KMÍ. Birting efnis á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum eftir atvikum.

Umsækjandi þarf að hafa:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af vefstjórn og samfélagsmiðlum
• Reynsla af kynningarstarfi og samskiptum við fjölmiðla
• Verkefnastjórn stafrænna verkefna
• Hugmyndaauðgi og færni í að finna þeim form til útfærslu
• Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
• Kostnaðarvitund
• Góð samskiptahæfni og reynsla af teymisvinnu
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
• Menntun eða góð innsýn í evrópska kvikmyndagerð og dreifingu
• Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu en einkum rituðu máli
• Góð tölvukunnátta

Um nýja stöðu er að ræða og í samræmi við kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem er m.a. lögð áhersla á að efla kynningarstarf í takt við hraðar breytingar í miðlun og dreifingu kvikmynda.

Laun taka mið af kjörum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar má finna hér.


Upplýsingar um störfin veita: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR