Verkin á Northern Wave kynnt, Ólafur Darri heiðursgestur

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í þrettánda sinn helgina 22.-24. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi.

Hátíðin er ein elsta kvikmyndahátíð landsins og hefur nú náð táningsaldri. Hátíðin átti að fara fram á sama tíma á síðasta ári en var frestað um ár vegna heimsfaraldursins.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem mun sitja fyrir svörum í sérstöku meistaraspjalli sem er stýrt af Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndafræðingi.

Á hátíðinni eru sýndar rúmlega 60 erlendar og innlendar stuttmyndir auk íslenskra tónlistarmyndbanda. Myndavalið má skoða hér.

Hátíðin hefur alltaf haft sterka tenginu við tónlist og mun nú bjóða uppá tvöfalda stórtónleika með Vök og Reykjavíkurdætur í samstarfi við Frystiklefann á Rifi. Miðasala á tónleikana fer fram á heimasíðu Frystiklefans https://www.thefreezerhostel.com/

Norrænar stelpur skjóta er norræn vinnustofa fyrir ungar og upprennandi kvikmyndagerðarkonur sem fer fram samhliða hátíðinni. Markmið vinnusmiðjunar er að efla tengsl meðal ungra kvikmyndagerðarkvenna með leiðsögn frá fagmanneskju frá hverju landi. Að þessu sinni taka þátt í vinnusmiðjuinni 15 norrænar kvikmyndagerðarkonur frá Íslandi, Grænlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og Noregi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR