Saumaklúbburinn er í öðru sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi.
Saumaklúbbinn sáu 3,381 gestir í vikunni en alls nemur aðsókn nú 12,697 gestum.
Skuggahverfið sáu 56 í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur 222 gestum eftir aðra helgi.
Alma hefur nú gengið í kvikmyndahúsum í sjö helgar. 22 sáu hana í vikunni og hafa alls 747 séð hana.
Samkomutakmarkanir eru í gildi vegna faraldursins.
Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. júní 2021
| VIKUR | MYND | AÐSÓKN | ALLS (SÍÐAST) |
|---|---|---|---|
| 3 | Saumaklúbburinn | 3,381 | 12,697 (9,316) |
| 2 | Skuggahverfið | 56 | 222 (162) |
| 7 | Alma | 22 | 747 (725) |













