Á vefnum Kvikmyndir.is má sjá hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar innanlands á hinum ýmsu efnisveitum.
Alls eru 80 bíómyndir aðgengilegar þessa dagana á efnisveitum Símans, Vodafone, Viaplay og RÚV. Alls eru íslenskar bíómyndir rúmlega 200 talsins til og með þessu ári, þannig að segja má að tæp 40% íslenskra kvikmynda séu nú til sýnis á streymisveitum.
Smelltu hér til að skoða úrvalið.
Á vefnum Ísland á filmu má skoða ýmiskonar eldra efni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands og er þar fjölmargt forvitnilegt að finna.
Í spilara RÚV er síðan, auk ýmissa bíómynda, að finna margskonar íslenskt efni sem flest er aðgengilegt til skemmri tíma og reglulega uppfært.
Í gagnagrunninum LUMIERE VOD, sem rekinn er af European Audiovisual Observatory, má skoða hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar á efnisveitum í Evrópu. Alls má finna 161 titil þar, en sumir þeirra eru reyndar með óbeina tengingu við Ísland, samframleiðslumyndir og annað. Smelltu hér til að skoða þessa titla.