Tæplega 40% íslenskra bíómynda fáanlegar á efnisveitum um þessar mundir

Á vefnum Kvikmyndir.is má sjá hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar innanlands á hinum ýmsu efnisveitum.

Alls eru 80 bíómyndir aðgengilegar þessa dagana á efnisveitum Símans, Vodafone, Viaplay og RÚV. Alls eru íslenskar bíómyndir rúmlega 200 talsins til og með þessu ári, þannig að segja má að tæp 40% íslenskra kvikmynda séu nú til sýnis á streymisveitum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið.

Á vefnum Ísland á filmu má skoða ýmiskonar eldra efni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands og er þar fjölmargt forvitnilegt að finna.

Í spilara RÚV er síðan, auk ýmissa bíómynda, að finna margskonar íslenskt efni sem flest er aðgengilegt til skemmri tíma og reglulega uppfært.

Í gagnagrunninum LUMIERE VOD, sem rekinn er af European Audiovisual Observatory, má skoða hvaða íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar á efnisveitum í Evrópu. Alls má finna 161 titil þar, en sumir þeirra eru reyndar með óbeina tengingu við Ísland, samframleiðslumyndir og annað. Smelltu hér til að skoða þessa titla.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR