HÉRAÐIÐ fær góða dóma vestanhafs

Héraðið eftir Grím Hákonarson er nú í sýningum í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og á Rotten Tomatoes hefur hún fengið stimpilinn „Certified Fresh“.

Á vefnum Rotten Tomoatoes, sem heldur utan um umsagnir gagnrýnenda um einstakar kvikmyndir,  hafa verið birtar yfir 40 umsagnir um myndina, sem flestar eru afar jákvæðar. „Certified Fresh“ stimpillinn er aðeins veittur þeim kvikmyndum sem uppfylla tiltekin skilyrði. Þeirra á meðal eru að myndin verði að hafa mælst með yfir 75% skor að meðaltali og að hún hafi fengið að minnsta kosti 5 umsagnir frá topp gagnrýnendum.

Skoða má umsagnir um Héraðið á Rotten Tomatoes hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR