Höfundar og framleiðendur þáttaraðarinnar Systrabönd hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um möguleg likindi verksins við leikritið Hystory.
Yfirlýsingin hljóðar svo:
Að gefnu tilefni vilja höfundar og framleiðendur Systrabanda koma eftirfarandi á framfæri:
Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er ekki byggð á leikritinu Hystory með neinum hætti. Höfundar Systrabanda nýttu sér það hvorki til stuðnings, innblásturs í sköpunarferli þáttanna né á nokkurn annan hátt. Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni.
Jóhann Ævar Grímsson hóf hugmyndavinnu að Systraböndum í mars 2013 en kveikjan var bandarískt morðmál frá 1992. Fyrstu gögn hugmyndavinnunnar og útlínur að verkinu eru dagsett 18.3.2013 með sannanlegum og óvéfengjanlegum hætti.
Virðingarfyllst,
Jóhann Ævar Grímsson, hugmyndar- og handritshöfundur
Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, handritshöfundur og leikari
Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri
Tinna Proppé, framleiðandi
Hilmar Sigurðsson, framleiðandi