Stikla þáttaraðarinnar Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur er komin út.
Þegar beinagrind unglingsstúlku finnst á Snæfellsnesi er fundurinn fljótlega tengdur við hvarf fimmtán ára gamallar stúlku árið 1995. Þegar farið er að garfa í málinu þurfa þrjár uppkomnar vinkonur að horfast í augu við drauga fortíðar.
Þættirnir eru skrifaðir af Björgu Magnúsdóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverk ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur.