[Stikla] SYSTRABÖND frumsýnd í Sjónvarpi Símans um páskana

Stikla þáttaraðarinnar Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur er komin út.

Þegar beina­grind ung­lings­stúlku finnst á Snæ­fellsnesi er fund­ur­inn fljót­lega tengd­ur við hvarf fimmtán ára gam­all­ar stúlku árið 1995. Þegar farið er að garfa í mál­inu þurfa þrjár upp­komn­ar vin­kon­ur að horf­ast í augu við drauga fortíðar.

Þætt­irn­ir eru skrifaðir af Björgu Magnús­dótt­ur, Jó­hanni Ævari Gríms­syni og Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir fer með aðal­hlut­verk ásamt Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur, Lilju Nótt Þór­ar­ins­dótt­ur og Hall­dóru Geir­h­arðsdótt­ur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR