Endurgreiðslan er fjárfesting sem skilar arði

Sigríður Mogensen.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.

Sigríður skrifar:

Í umræðum og skrifum um rík­is­út­gjöld virð­ast margir falla í þá gildru að skilja ekki á milli hefð­bund­inna útgjalda­liða rík­is­ins ann­ars vegar og fjár­fest­inga hins veg­ar. Á þessu er hins vegar eðl­is­mun­ur. Skattaí­viln­anir og hvers kyns hvatar sem komið er á hafa það meg­in­mark­mið að breyta hegð­un, hreyfa við og styðja við aukna verð­mæta­sköp­un. Nær allar atvinnu­greinar á Íslandi hafa á ein­hverjum tíma­punkti notið stuðn­ings rík­is­ins, með einum eða öðrum hætti og sér­stak­lega á upp­hafs­stig­um. Það er ekki það sama að nið­ur­greiða inn­lenda atvinnu­starf­semi þar sem lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurnar ráð­ast og tak­markast við stærð og landa­mæri og að keppa við önnur ríki um hug­vit, verð­mæti, störf og þekk­ingu þar sem fram­boðið er nær ótak­mark­að, í sam­hengi við stærð Íslands. Hið síð­ar­nefnda krefst þess að við höfum eitt­hvað fram að færa, sam­keppn­is­for­skot, sem aðrir hafa ekki eða að við sjáum hag í því að keppa við aðrar þjóðir á til­teknu sviði vegna ábatans sem getur hlot­ist.

Í grein sem birt­ist hér á Kjarn­anum þann 10. októ­ber sl. var sterk­lega ýjað að því að end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar væru gjöf til kvik­mynda­gerð­ar­manna og jafn­vel leik­ar­anna sjálfra frá íslenska rík­inu. Þetta er bein­línis rangt því í öllum til­vikum end­ur­greiðsl­unnar er rík­is­sjóður betur staddur á eft­ir, en fyr­ir. Þá var tekið fram að það væri rangt að kvik­mynda­stjörnur kæmu til lands­ins til að taka upp bíó­myndir vegna nátt­úru­feg­urð­ar.

Stað­reyndin er sú að óvið­jafn­an­leg nátt­úru­feg­urð og ein­stakir töku­staðir hafa mikið um það að segja að Ísland verður fyrir val­inu hjá erlendum kvik­mynda­fram­leið­endum þó það dugi ekki eitt og sér. Ástæðan er sú að flest­öll ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag og er við lýði hér á landi hvað varðar end­ur­greiðslur eða skattaí­viln­anir vegna kvik­mynda­fram­leiðslu. Án slíkra hvata værum við fljót að hverfa af kort­inu þrátt fyrir nátt­úru­feg­urð­ina. Þess má geta að einn af hverjum sex ferða­mönnum sem heim­sótt hafa landið seg­ist hafa fengið áhuga á Íslandi eftir að hafa séð myndefni héð­an. Kvik­mynda­iðn­að­ur­inn styður þannig við ferða­þjón­ust­una með því að auka eft­ir­spurn en einnig með því að skipta við bíla­leig­ur, veit­inga­hús og hótel svo dæmi séu nefnd.

Á hverju ári er haldin sér­stök ráð­stefna í London þar sem kvik­mynda­fram­leið­endur og kynn­ing­ar­að­ilar koma saman og bera saman bækur sín­ar. Það er slá­andi að sjá það berum augum hversu hörð þessi sam­keppni er. Ástæðan er ein­föld. Það er ákjós­an­legt að taka þátt vegna þess að fjár­fest­ing í kvik­mynda­fram­leiðslu skilar sér marg­falt til baka. Þetta hafa fjöl­margar inn­lendar og erlendar úttektir og rann­sóknir sýnt fram á.

Endurgreiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru teknar upp fyrir rétt um tíu árum síð­an. Áhrifin af þessu kerfi hafa verið yfir­farin reglu­lega síðan þá og nið­ur­staðan er alltaf sú sama. Það marg­borgar sig að við­halda því. Í umsögn KPMG og VÍK lög­manns­stofu frá árinu 2019 í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á end­ur­greiðslu­kerf­inu kemur meðal ann­ars fram að áhrif kerf­is­ins á greiðslu­jöfnuð rík­is­sjóðs hafi ávallt verið jákvæð. Með öðrum orðum hefur end­ur­greiðslu­kerfið ávallt skapað meiri tekjur fyrir rík­is­sjóð en það hefur kost­að. Í skýrslu Capacent frá árinu 2016 kom fram að skatt­tekjur rík­is­ins vegna kvik­mynda­iðn­aðar væru tvisvar sinnum meiri en heild­ar­fram­lög til iðn­að­ar­ins, þar með talin fram­lög til Rík­is­út­varps­ins sem nema nokkrum millj­örðum á ári. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvik­mynda­fram­leiðslu, svo sem gjald­eyr­is­öfl­un, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferða­þjón­ustu, sem eru óum­deild.

Kvik­mynda- og sjón­varps­iðn­aður á Íslandi hefur verið í blóma að und­an­förnu. Það er ekki til­vilj­un. Skil­virkt og sam­keppn­is­hæft end­ur­greiðslu­kerfi, ásamt því sam­keppn­is­for­skoti sem nátt­úru­feg­urðin veitir okkur og upp­bygg­ing á þekk­ingu starfs­fólks, eiga þar stærstan hlut að máli. Áður en umrætt kerfi var sett á lagg­irnar var kvik­mynda­iðn­aður hér á landi ekki svipur hjá sjón þó öfl­ugt og dríf­andi fólk hafi sann­ar­lega gert kvik­myndir sem vöktu athygli um allan heim. Vegna kerf­is­ins hefur byggst upp arð­bær atvinnu­grein sem skilar arði til sam­fé­lags­ins í formi starfa, gjald­eyr­is­tekna og efl­ingar á ímynd Íslands. Árs­velta grein­ar­innar hefur þre­fald­ast á einum ára­tug, vel á þriðja þús­und manns starfa við kvik­mynda­gerð og fjöldi fyr­ir­tækja í grein­inni hefur tvö­fald­ast und­an­farin fimm ár. Þannig hefur tek­ist að byggja upp þekk­ingu og reynslu (fram­boð) með því að örva eft­ir­spurn.

Nýlega kom út kvik­mynda­stefna til árs­ins 2030. Henni er ætlað að styrkja íslenska menn­ingu og tungu, efla atvinnu­lífið og stuðla að sterku orð­spori lands­ins. Í stefn­unni er tekið fram að end­ur­greiðslu­kerfið þurfi að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni á hverjum tíma. Við eigum í keppni við aðrar þjóðir um verð­mæta­sköp­un. Á sama tíma er nauð­syn­legt að fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi auk­ist enn frek­ar. Kvik­mynda­iðn­aður hefur alla burði til að vaxa og dafna enn frekar hér á landi en til þess að svo megi verða þurfum við stöðugt að huga að sam­keppn­is­hæfni Íslands á þessu sviði sem öðr­um.

End­ur­greiðslur til kvik­mynda­gerðar eru arð­bær fjár­fest­ing og við eigum að sækj­ast eftir því að fá fleiri kvik­mynda­stjörnur á borð við Vin Diesel til lands­ins sem greiða háa skatta hér og skilja eftir önnur afleidd verð­mæt­i.

Höf­undur er svið­stjóri hug­verka­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins. 

Sjá nánar hér: Fjárfesting sem skilar arði – endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR