Til að fagna reglulegri framleiðslu íslenskra kvikmynda í 40 ár létu helstu stofnanir og fagfélög kvikmyndagreinarinnar gera stiklu, sem frumsýnd var á Eddunni 2020. Stikluna má skoða hér.
Brot eru sýnd úr eftirfarandi kvikmyndum: Land og synir, Morðsaga, Hrútar, Tár úr steini, Svo á jörðu sem á himni, Eldfjall, Benajmín dúfa, Nói albínói, Andið eðlilega, Hvítur hvítur dagur, Ingaló, Hjartasteinn, Kaldaljós, Agnes Joy, Mýrin, Börn náttúrunnar, Englar alheimsins, Brúðguminn, Bjarnfreðarson, Síðasta veiðiferðin, Íslenski draumurinn, Sódóma Reykjavík, Stella í orlofi, Með alllt á hreinu, Djöflaeyjan, Hross í oss, Húsið, Undir trénu, Foxtrot, Hafið, Djúpið, Svartur á leik, Lof mér að falla.