Björg Magnúsdóttir um RÁÐHERRANN:„Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum“

Björg Magnúsdóttir (mynd: mbl.is/Kristinn).

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir er einn þriggja handritshöfunda að þáttunum Ráðherrann sem frumsýndir verða á RÚV á sunnudaginn. Morgunblaðið ræddi við hana um þættina.

Segir á vef mbl.is:

Ráðherrann fjallar um stjórnmálamanninn Benedikt Ríkharðsson sem kemst í stól forsætisráðherra Íslands eftir spennandi alþingiskosningar.

„Bene­dikt er leiðtog­inn sem við öll þráum, greind­ur hæfi­leikamaður með hjartað á rétt­um stað. Vanda­málið er bara að sam­hliða því að vera æðsti vald­hafi þjóðar­inn­ar hey­ir hann hressi­lega bar­áttu í höfðinu á sér. Hann er nefni­lega með geðhvarfa­sýki. Serí­an er í raun ferðalag hans gegn­um ólgu­sjó póli­tík­ur og and­legra veik­inda með til­heyr­andi drama og sveifl­um. Ráðherr­ann er líka saga aðstand­enda mann­eskju í jafn öfga­kennd­um aðstæðum, eig­in­konu hans Stein­unn­ar sem er eig­andi fjöl­miðlaveld­is kom­in úr póli­tískri fjöl­skyldu, sem og aðstoðar­konu Bene­dikts, Hrefnu,“ seg­ir Björg í viðtali við Morg­un­blaðið.

Hún seg­ir upp­leggið hafi verið að búa til ein­hvers kon­ar hliðar­veru­leika við ís­lenskt sam­fé­lag og hnýta sam­an stjórn­mál og geðveiki. Þátt­un­um leik­stýra þau Nanna Krist­ín Magnús­dótt­ir og Arn­ór Pálmi Arn­ars­son en með aðal­hlut­verk fara þau Ólaf­ur Darri Ólafs­son, Aníta Briem, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir og Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son.

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk ráðherrans Benedikts Ríkharðssonar.

Ásamt Björgu voru þeir Birk­ir Blær Ing­ólfs­son og Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son í höf­undat­eym­inu að þátt­un­um. Þau byrjuðu að skrifa hand­ritið fyr­ir 7 árum og því langt ferli frá því að hug­mynd mót­ast þangað til hún er kom­in á sjón­varps­skjá­inn.

Björg hef­ur skrifað tvær bæk­ur, Ekki þessi týpa og Þessi týpa, og það ligg­ur því bein­ast við að spyrja hver sé mun­ur­inn á því að skrifa bók og að skrifa hand­rit að þátt­um.

„Stærsti mun­ur­inn ligg­ur í því að þegar rit­höf­und­ur skrif­ar bók ræður hún eða hann svo gott sem öllu. Það ger­ir hins veg­ar eng­inn nokk­urn skapaðan hlut einn þegar kem­ur að sjón­varps­skrif­um eða vinnslu í sjón­varpi. Þar er maður stans­laust í díal­óg við meðhöf­unda og fram­leiðslu eft­ir at­vik­um, fær nót­ur, gagn­rýni og er stöðugt að end­ur­skrifa. Þess vegna er mjög mik­il­vægt að læra að skilja egóið eft­ir fyr­ir utan höf­unda­her­bergið og taka gagn­rýni ekki per­sónu­lega, það er að segja ef maður ætl­ar ekki að missa vitið í svona ferli,“ seg­ir Björg.

Ýmis­legt sem Íslend­ing­ar kann­ast við í þátt­un­um

Þegar þau Björg, Birk­ir og Jón­as skrifuðu hand­ritið leituðu þau að inn­blæstri úr ýms­um átt­um.

„Ég var eins og marg­ir dol­fall­in yfir dönsku þátt­un­um Bor­gen sem komu upp­haf­lega út 2010 og fjalla um valdatafl í þarlend­um stjórn­mál­um. Svo má al­veg nefna aðrar stór­kost­leg­ar serí­ur á borð við West Wing, Yes Mini­ster og Hou­se of Cards sem skvettu bens­íni á þá hug­mynd að mögu­lega væri hægt að búa til sögu sem byggði á ís­lenskri stjórn­mála- og menn­ing­ar­sögu.

Hug­mynd­in þróaðist síðan og þroskaðist yfir lang­an tíma í sam­starfi við meðhöf­unda mína, Birki Blæ Ing­ólfs­son og Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son. Við leituðum fanga mjög víða, reynd­um eft­ir fremsta megni að kynna okk­ur geðhvarfa­sýki og aðrar and­leg­ar áskor­an­ir í gegn­um viðtöl og skrif, skoðuðum ýmsa leiðtoga, bók­mennt­ir og klass­ísk deilu­mál Íslend­inga í gegn­um tíðina sem rötuðu síðan inn í þætt­ina með ólík­um hætti. Í Ráðherr­an­um er sem sagt fullt af dóta­ríi sem Íslend­ing­ar munu kann­ast vel við,“ seg­ir Björg.

En hverj­um bygg­ir geðveiki ráðherr­ann Bene­dikt á?

„Það er ekk­ert laun­unga­mál að við urðum fyr­ir áhrif­um ým­issa leiðtoga varðandi per­sónu­gerð, sjarma og ákveðin at­vik eða mál sem hentu á valda­stóli. Í þeim flokki má til dæm­is nefna Jón­as frá Hriflu, Bor­is John­son, Davíð Odds­son, Don­ald Trump, Kj­ell Magne Bondevik, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og Winst­on Churchill. Allt finnst mér þetta mjög áhuga­verðar per­són­ur. Þetta er auðvitað vaðandi karlagalle­rí sem end­ur­spegl­ar að ákveðnu leyti þann veru­leika sem við búum við,“ seg­ir Björg.

Fyrsti þátturinn af Ráðherranum fer í loftið sunnudaginn 20. september.
 
Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk í þáttunum.

Sjá nánar hér: „Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR