[Stikla] VENJULEGT FÓLK 3, kemur í Sjónvarp Símans 28. október

Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir í þáttaröðinni Venjulegt fólk.

Þriðja syrpa þáttaraðarinnar Venjulegt fólk kemur í Sjónvarp Símans Premium þann 28. október. Stikla þáttanna er komin út.

Venjulegt fólk eru grínþættir með dramatísku ívafi. Við fylgjumst með Völu og Júlíönu sem hafa verið vinkonur frá því í menntaskóla takast á við lífið og tilveruna. Serían fjallar um áframhaldandi vinskap milli Júlíönu og Völu. Fjármál Júlíönu snúast við til hins betra á meðan Vala verður gjaldþrota. Setur þetta vinskap þeirra í hættu? Breyta fjármál öllu?

Fannar Sveinsson leikstýrir og skrifar handrit ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur, Júlíönu Söru Gunnarsdóttur og Dóra DNA. Vala Kristín og Júlíana Sara fara með aðalhlutverkin. Glassriver framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR