Þessar 14 heimildamyndir taka þátt í Skjaldborgarhátíðinni

Tilkynnt hefur verið um þær heimildamyndir sem taka þátt í Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, en hátíðin verður haldin um verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí – 3. ágúst.

Fjórtán myndir verða frumsýndar á hátíðinni auk þess sem sex verk í vinnslu verða kynnt.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir en hún hefur unnið ötullega að heimildamyndagerð á Íslandi á ferli sínum. Í vetur sýndi RÚV heimildaþáttaröð hennar, Svona fólk, um málefni samkynhneigðs fólks á Íslandi sem hún vann að í rúma þrjá áratugi. Mynd hennar Vasulka áhrifin vann Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2019.

Venja er að halda hátíðina um hvítasunnu en henni var frestað fram á verslunarmannahelgi þetta árið sökum kófsins. Skjaldborg er eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Auk frumsýninga eru á dagskrá vinnustofur, hliðardagskrá og heljarinnar skemmtanahald.

Eftirfarandi heimildamyndir verða frumsýndar á Skjaldborg 2020 (nánari upplýsingar um myndirnar má finna síðar á vef hátíðarinnar):

Senur úr listrænu ferli

Leikstjóri: Ívar Erik Yeoman
Framleiðandi: Anton Máni Svansson
Join Motion Pictures

Shore Power

Leikstjóri: Jessica Auer
Framleiðandi: Jessica Auer
Ströndin Studio

Aftur heim?

Leikstjóri: Dögg Mósesdóttir
Framleiðandi: Dögg Mósesdóttir
Freyja Filmwork

Hálfur Álfur

Leikstjóri: Jón Bjarki Magnússon
Framleiðandi: Jón Bjarki Magnússon
SKAK bíófilm

Last And First Men

Leikstjóri: Jóhann Jóhannsson
Framleiðandi: Þórir Snær Sigurjónsson
Zik Zak Filmworks

Að sýna sig og sjá aðra

Leikstjóri: Sandra Björg Ernudóttir
Framleiðandi: Sandra Björg Ernudóttir

PLAY!

Leikstjóri: Þórunn Hafstað
Framleiðendur: Heather Millard & Þórður Jónsson
Compass Films

Góði hirðirinn

Leikstjóri: Helga Rakel Rafnsdóttir
Framleiðandi: Helga Rakel Rafnsdóttir
Skarkali

Er ást

Leikstjóri: Kristín Andrea Þórðardóttir
Framleiðandi: Kristín Andrea Þórðardóttir og Olaf de Fleur
Andrá kvikmyndafélag í samstarfi við Poppoli kvikmyndir

Just A Closer Walk With Thee

Leikstjóri: Matthew Barney
Radio Bongo

MÍR: Byltingin lengi lifi

Leikstjóri: Haukur Hallsson
Framleiðendur: Haukur Hallsson & Gunnar Ragnarsson
FAMU / Skýlið Studio

The Arctic Circus

Leikstjórar: Haakon Sand & Gudmund Sand
Framleiðandi: Dag Maartmann
Sandbox AS

Ökukveðja 010006621

Leikstjóri: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Framleiðandi: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

Húsmæðraskólinn

Leikstjóri: Stefanía Thors
Framleiðandi: Helgi Svavar Helgason
Mús & Kött

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR