Síðasta veiðiferðin er enn í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir að kvikmyndahúsin opnuðu á nýjan leik þann 4. maí síðastliðinn og nam aðsókn á myndina yfir 40% heildaraðsóknar í bíóin í vikunni.
Þetta er faktískt fjórða sýningarhelgi myndarinnar en FRÍSK skráir hana á tíundu viku og er þá miðað við upphaf sýninga. Aðrar kvikmyndir fá samskonar skráningu.
1,328 gestir sáu myndina í vikunni og nemur heildarfjöldi gesta nú 14,293 manns.
Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.
Aðsókn á íslenskar myndir 4.-10. maí 2020
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR SÍÐAST |
---|---|---|---|---|
10 | Síðasta veiðiferðin | 1328 | 14,293 | 12,899 |