Ný samantekt sýnir umfang íslensks myndmiðlaiðnaðar

Ný samantekt Hagstofunnar fyrir SÍK (sem vísað er til hér) á helstu hagstærðum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsgreinarinnar á undanförnum árum sýnir umfang hennar í nýju ljósi. Meðal ársvelta nemur rúmum 27 milljörðum króna og meðalfjöldi starfa er 1,806 en 3,431 með afleiddum störfum. Í þessu mengi eru öll framleiðslufyrirtæki og sjálfstætt starfandi ásamt sjónvarpsstöðvunum.

MYND 1: Velta og útflutningur

Myndin hér að neðan sýnir veltu greinarinnar 2014-2019, útflutning í milljónum króna og fjölda starfandi fyrirtækja eftir flokkum.

Athugið að atvinnugreinaflokkunin ISAT 59.11 stendur fyrir framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni og er ætlað að ná utan um framleiðslufyrirtækin og sjálfstætt starfandi, en ISAT 60 stendur fyrir útvarps- og sjónvarpsútsendingar; dagskrárgerð og miðast við sjónvarpsstöðvarnar og innanhússframleiðslu þeirra.

Súluritið efst til vinstri sýnir árlega heildarveltu en súluritið hægra megin sýnir árlega veltu framleiðsluhlutans eingöngu.

Í miðjunni er svo heildarútflutningur og súluritið sýnir skiptingu eftir árum.

Neðst er svo fjöldi skráðra fyrirtækja eftir flokkun Hagstofunnar.

(Smelltu á mynd til að stækka).

MYND 2: Vinnuafl

Myndin að neðan sýnir fjölda starfsmanna í myndmiðlaiðnaði (ISAT 59.11 og ISAT 60), sundurliðað með mismunandi hætti. Einnig hlutföll launþega og sjálfstætt starfandi. Í bláa boxinu koma fram upplýsingar um  heildarfjölda starfa að afleiddum störfum meðtöldum.

Þegar súluritin vinstra megin eru skoðuð skal bent á útskýringar hugtaka í þeim neðst á myndinni.

(Smelltu á mynd til að stækka).

MYND 3: Opinber framlög

Myndin að neðan sýnir sundurliðuð opinber framlög til greinarinnar efst (RÚV, Kvikmyndamiðstöð/sjóður, Endurgreiðslan og Kvikmyndasafn).

Í miðjunni eru borin saman opinber framlög til Kvikmyndasjóðs og til endurgreiðslunnar 2014-2018 við útflutningstekjur framleiðsluhluta greinarinnar á sama tímabili. Útflutningstekjurnar eru 51% hærri upphæð.

Neðst er svo að finna hlutfall endurgreiðslunnar af veltu framleiðsluhlutans og skiptingu endurgreiðslu eftir tegundum verkefna.

(Smelltu á mynd til að stækka).

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR