Sýningar á SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINNI hefjast í dag

Almennar sýningar á kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefjast í dag og er myndin sýnd í Laugarásbíói, Senubíóunum og Sambíóunum Keflavík.

Hjálmar Hjálmarsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Þorsteinn Bachmann, Þröstur Leó Gunnarsson og Jóhann Sigurðarson fara með aðalhlutverkin í þessari gamanmynd um vinahóp sem fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg – hratt og örugglega.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR