Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.
Þetta eru fjórðu verðlaunin sem Ingvar hlýtur fyrir myndina en 13. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.