[Stikla] „Gullregn“ frumsýnd 10. janúar

Ómar Örn Hauksson hannaði plakatið.

Gullregn eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd í Senubíóunum þann 10. janúar næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.

Myndin segir af Indíönu Jónsdóttur sem býr í lítilli íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti, þar sem hún lifir á bótum þótt hún sé alheilbrigð. Indíana er umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Í litlum garði við íbúðina hefur hún ræktað gullregn sem er hennar stolt og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu à hvolf.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR