Heimildamyndin Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) er meðal þeirra íslensku verka sem sýnd eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö sem nú stendur yfir.
Hrafnhildur Gunnardóttir leikstýrir myndinni sem hefur verið í vinnslu í á sjötta ár, Margrét Jónasdóttir framleiðir og er myndin framleidd af Sagafilm og Krumma Films.
Vasulka áhrifin fjallar um listamennina Steinu og Woody Vasulka. Við hittum þau í miðju kafi að kljást við hvernig best sé að ganga frá lífsverkinu, arfleifðinni, gömlum og nýjum vídeó upptökum frá 1967 til dagsins í dag. Í gegnum söguna og verk þeirra uppgötvum við mikilvægi þeirra í síðari endurreisnar tímabilinu í listum og sem áhrifavalda í hreyfingu sem markaði upphafið af byltingu gegn miðstýrðu upplýsingaflæði. Frá því að vera einungis með örfáa velunnara fylgjumst við með því hvernig listaheimurinn enduruppgötvar mikilvægi þeirra í þessari listgrein á undanförnum árum, söfn, safnarar og nú er skyndilega mikil ásókn í verk þeirra að nýju.
Myndin var frumsýnd á Skjaldborg í maí og hlaut þar áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. Stefnt er að því að frumsýna hana á Íslandi í október.
Sjá má hér hvaða aðrar íslenskar myndir taka þátt.
Stiklu myndarinnar má skoða hér að neðan, veljið captions eða cc fyrir íslenskan texta.