Katrín Björgvinsdóttir leikstjóri og Mie Skjoldemose handritshöfundur hlutu sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Nordic Talents í gær fyrir hugmynd sína að sjónvarpsþáttaröð sem kallast Dronning Ingrid, en þær höfðu áður gert stuttmynd með sama nafni sem var útskriftarverkefni þeirra frá Danska kvikmyndaskólanum.
Fimmtán verkefni voru valin í keppni þar sem nýútskrifaðir nemar í kvikmyndagerð kynntu verkefni sín.
Nordic Talents er viðburður sem haldinn er á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og Danska kvikmyndaskólans. Tilgangurinn með viðburðinum er fyrst og fremst að skapa vettvang þar sem hægt er að styrkja tengslanet meðal fagfólks á norðurlöndunum.
Sjá nánar hér: Katrín Björgvinsdóttir leikstjóri og Mie Skjoldemose handritshöfundur vinna til verðlauna á Nordic Talents