Katrín Björgvinsdóttir útskrifaðist úr leikstjórnarnámi frá Danska kvikmyndaskólanum í vor og frumsýnir lokamynd sína, Dronning Ingrid, í Bíó Paradís á föstudag.
Katrín hefur undanfarin áratug starfað sem framleiðandi og framkvæmdastjóri ýmissa verkefna auk fleirri starfa, sjá hér.
Hún lýsir myndinni svo:
Dronning Ingrid er pilot að sjónvarpsþáttaseríu og fjallar um Ingrid, 34 ára gamla stelpukonu sem er ekki alveg á þeim stað í lífinu sem hún hafði séð fyrir sér. Ingrid fattar að hún er kannski ekkert sérstök eða öðruvísi en allir hinir og að hana langar í rauninni bara til þess að eignast kærasta og byrja fullorðinslífið. En hvernig á stolt og sjálfstæð kona sem vill ekki gera málamiðlanir eða virka örvæntingafull að finna ástina?
Josefine Pil framleiðir myndina en Katrín og Mie Skjoldemose skrifa handrit.