Hörð andstaða SÍK og Samtaka iðnaðarins gegn breytingum á endurgreiðslunni

Rammi úr Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson.

Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) leggjast alfarið gegn nokkrum breytingum sem boðaðar eru í drögum frumvarps um breyttar reglur á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu.

Þetta kemur fram á vef RÚV og þar segir ennfremur:

Í sameiginlegri umsögn þeirra segir að ef endurgreiðsla eigi að takmarkast við kvikmyndir í fullri lengd, leiknar sjónvarpsmyndir eða röð leikinna sjónvarpsþátta og heimildarmyndir, líkt og boðað sé í frumvarpinu, þá falli út spjallþættir, raunveruleikaþættir og skemmtiþættir. Endurgreiðslur til slíkrar þáttagerðar styðji almennt við framleiðslu á íslensku efni. Ef draga eigi úr henni sé það, að þeirra mati, þvert á áherslur menntamálaráðherra um mikilvægi þess að setja íslenska tungu í öndvegi.

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að þak verði sett á greiðslu á ári til einstakra verkefna sem og á árlegra upphæð endurgreiðslna á fjárlögum. Í umsögninni segir að það gangi þvert á upphaflegan tilgang laganna um að efla innlenda kvikmyndagerð, laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn og að koma Íslandi, náttúru landsins og íslenskri menningu á framfæri með þátttöku stórra erlendra kvikmyndaframleiðenda. Endurgreiðslukerfið líkt og það hafi verið byggt upp hafi stuðlað að stöðugleika í atvinnu kvikmyndagerðarmanna – og byggt upp kvikmyndaiðnaðinn allt árið um kring.

Sjá nánar hér: Telja breytingarnar slæmar fyrir þáttagerð | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR