Félag kvikmyndatökustjóra mótmælir fyrirkomulagi afhendingar Edduverðlauna

Félag kvikmyndatökustjóra gagnrýnir að fagverðlaun á Eddunni skuli hafa verið afhent áður en útsending frá verðlaunahátíðinni hófst og að þakkarræður þeirra hafi ekki verið sýndar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags Íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS), sendi fjölmiðlum.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum. Eddan er uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. ÍKS krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð okkar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR