Heimildamyndin „Jól í lífi þjóðar“ sýnd á annan dag jóla

Heimildamyndin Jól í lífi þjóðar lýsir jólum og undirbúningi þeirra hjá fjölda fólks heima og heiman. Myndin verður frumsýnd á RÚV að kvöldi annars dags jóla.

Fyrir síðustu jól bauð RÚV öllum sem vildu að senda inn myndefni af sínum jólum, undirbúningi og hátíðarhöldum. Fjöldi fólks tók þátt og úr varð einlæg svipmynd af jólahaldi þjóðarinnar. Um kvikmyndarstjórn sá Ásgrímur Sverrisson og Adda Rut Jónsdóttir annaðist framkvæmdarstjórn.

Myndin er í svipuðum anda og heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar sem sýnd var 2016 í tilefni 50 ára afmælis Sjónvarpsins.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés annaðist jafnframt gerð þessa verks.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR