[Stikla] „Ófærð 2“, ný stikla komin út

Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í Ófærð 2 (ljósmynd: Lilja Jóns).

Ný stikla annarrar syrpu þáttaraðarinnar Ófærð er komin út og má skoða hér.

Ófærð 2 verður frum­sýnd á RÚV ann­an í jól­um. Þætt­irn­ir hafa verið seld­ir víða um lönd en sýningar erlendis hefjast eft­ir ára­mót.

Áætla má að nokkr­ir tug­ir millj­óna hafi horft á fyrstu þáttaröðina af Ófærð. Hún var til dæm­is vin­sæl­asta er­lenda þáttaröðin sem sýnd var í Frakklandi árið 2016 en 5,2 millj­ón­ir horfðu á fyrsta þátt­inn. Einnig fékk Ófærð gott áhorf í Bretlandi, Þýskalandi, Jap­an og Ástr­al­íu.

Ólaf­ur Darri Ólafs­son, Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Ingvar E. Sig­urðsson fara sem fyrr með aðal­hlut­verk­in í Ófærð 2.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR