Gale Anne Hurd, framleiðandi The Terminator, Aliens, Armageddon og þáttaraðarinnar The Walking Dead, er heiðursgestur 11. Northern Wave hátíðarinnar sem fram fer helgina 26.-28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.
Hún mun standa fyrir meistaraspjalli á hátíðinni og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun ræða við hana um feril hennar. Steinunn Ólína er einnig í dómnefnd hátíðarinnar ástamt Ottó Geir Borg handritshöfundi og Nanna Frank Rasmussen, gagnrýnanda hjá Jyllands Posten í Danmörku.
Hátíðin skipuleggur að auki, í samstarfi við Wift og bandaríska sendiráðið, sérstaka sýningu á heimildarmynd sem Gale framleiddi frá árinu 2017, sem heitir Mankiller og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee kvenhöfðingjans í Bandaríkjum, Wilma Mankiller, fyrir auknum réttindum indjána. Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklefanum á Rifi og í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. október klukkan 20.00. Gale mun svara spurningum úr sal eftir myndina í Bíó Paradís.
Á hátíðinni verðar sýndar 60 alþjóðlegar stuttmyndir, bæði íslenskar og erlendar, en þeirra á meðal eru fjölda verðlaunamynda frá hátíðum á borð við Cannes, Sundance og Tribeca.
Á ári hverju tilnefnir hátíðin, í samstarfi við Albumm.is, íslensk tónlistarmyndbönd til verðlauna. Í ár eru 20 tónlistarmyndbönd tilnefnd.