Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk í gær.
Kosið var á milli níu mynda og að sögn Hlínar Jóhannesdóttur, formanns ÍKSA var metþáttaka í kosningunni í ár enda hafi sjaldan jafnmargar íslenskar myndir komið til greina.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 22. janúar 2019, en í desember má vænta stuttlista frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni.
Að neðan eru myndirnar sem kosið var um.