Frumsýning: „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.

Myndinni er svo lýst:

Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Birgir Örn Steinarsson skrifar handrit ásamt Baldvini. Framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson fyrir Kisa. Með helstu hlutverk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór „Dóri DNA“ Halldórsson, Sturla Atlason, Elín Sif Halldórsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafur Darri Ólafsson og Eyrún Björk Jakobsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR