Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna.
Klapptré sagði frá því fyrir skemmstu að myndin hefði verið valin á stuttlista 10 mynda, en áður hafa bæði Hrútar og Hjartasteinn hafa verið á slíkum stuttlista áður.
Nú fá þrjár myndir hina formlegu tilnefningu og munu þær ferðast um Evrópu þvera og endilanga. Tilkynnt verður í Strasbourg þann 14. nóvember hvaða mynd hreppir verðlaunin.
Sjá nánar hér: Styx , Woman at War and The Other Side of Everything to vie for the LUX Prize