Velta í framleiðsluhluta kvikmyndagreinarinnar 2017 var 11,3 milljarðar sem er 500 m krónum hærra en 2015 en ekki nema 57% af metárinu 2016.
Líkt og sjá má af grafinu að ofan er 2016 einstakt ár og skýrist það af miklum umsvifum erlendra verkefna. Á sama hátt má skýra samdráttinn á síðasta ári, það er umfang erlendra verkefna var miklu minna í fyrra en árið á undan.
Hilmar Sigurðsson framleiðandi hjá Sagafilm hefur tekið saman þessar tölur sem byggja á gögnum Hagstofunnar. Hann hefur einnig birt samskonar lista yfir fyrrihluta yfirstandandi árs en þar sést glögglega að veltan er að aukast á ný og nemur aukningin 6,6% frá fyrra ári.