Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
41Shadows í Danmörku og Solar Films í Finnlandi eru meðframleiðendur.
Myndin segir frá hinum kjarklitla Aron Neista sem er í leynifélaginu Rauðu hauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðist til að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.
Áætlað er að tökur hefjist á næsta ári.
Rétt er að taka fram að handritshöfundur þessarar kvikmyndar er einnig ritstjóri Klapptrés.