Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson má sjá í pólskum, norskum, sænskum, belgískum og hollenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fær meðal annars 5 stjörnur hjá gagnýnanda NRK í Noregi og 4 stjörnur í Aftenposten.
Í þessari viku mun Undir trénu verða tekin til sýninga í dönskum og bandarískum kvikmyndahúsum, en hið virta dreifingafyrirtæki Magnolia Pictures dreifir myndinni í Bandaríkjunum.
Menningarsíða BBC segir hana meðal 9 áhugaverðustu kvikmynda mánaðarins:
The 2015 film Rams, which played at the Sundance Film Festival, marked a new era for Icelandic cinema: dramatic, psychologically complex works that stand alongside any of the better-known films coming out of Norway, Sweden and Denmark. Now comes Under the Tree by Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, a gripping look at an escalating feud between neighbours on account of the possible removal of a tree. Variety’s Guy Lodge writes, “It has the escalating, claustrophobic structure of the darkest farce, but humour doesn’t pile up in Under the Tree so much as it bleeds out,” while The Hollywood Reporter’s Deborah Young adds, “The film’s near-perfect calibration between family drama and black comedy… projects a distinctive voice.”
Undir trénu var seld til yfir 40 landa þegar hún kom út í haust og á því enn eftir að berast í kvikmyndahús víðs vegar um heim á næstu mánuðum.