Sjónvarpsarmur franska sölufyrirtækisins Wild Bunch sér um alþjóðlega sölu og kemur einnig að fjármögnun þáttaraðarinnar The Trip sem Baldvin Z mun leikstýra. Glassriver er aðalframleiðandi og Síminn mun sýna þættina á Íslandi.
Wild Bunch kynnir verkefnið á yfirstandandi MIPTV í Cannes. Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins greinir frá.
Bandaríska framleiðslufyrirtækið MGMT Entertainment er einnig samstarfsaðili. Baldvin skrifar handrit ásamt Andra Óttarssyni. Arnbjörg Hafliðadóttir framleiðir fyrir Glassriver. Áætlað er að tökur hefjist snemma árs 2019.
The Trip byggir á sönnum atburðum og er svo lýst:
On the final night of Hekla’s trip with her classmates to Puerto Rico, her twin babies disappear without a trace. Following an investigation, their murdered bodies are found, and the group of friends returns to Iceland, completely devastated. 25 years later, the arrival in Iceland of a young woman claiming to be one of Hekla’s daughters shakes up the fragile equilibrium of her narrow-minded community, reopening painful wounds from the past.
Sjá nánar hér: Wild Bunch TV new player in world sales of Scandi series