Frumvarp um breytingar á kvikmyndalögum lagt fram

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem kveður á um breyt­ingar á kvik­mynda­lög­um. Þar er meðal annars skýrar en áður kveðið á um hverjir geta sótt um styrki og hverskonar verk má styrkja, þá er nýtt ákvæði um sýningarstyrki og ráðningartíma forstöðumanns auk þess sem lagðar eru til ítarlegri reglur um störf ráðgjafa.

(Frumvarpið má lesa hér).

Kjarninn fjallar um málið. Í frétt Kjarnans segir meðal annars:

Frum­varpið byggir á athuga­semdum frá hags­muna­að­ilum og kvik­mynda­ráði auk þess sem færa þurfti ákvæði kvik­mynda­laga til sam­ræmis við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að mark­mið þess sé að færa fram­kvæmd úthlut­ana Kvik­mynda­sjóðs til sam­ræmis við nýjar leið­bein­andi reglur um rík­is­að­stoð til kvik­mynda og ann­arra hljóð og mynd­miðl­un­ar­verka sem eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) sam­þykkti á vor­mán­uðum 2014.

Og ennfremur:

Í frum­varp­inu er líka litið til til­lagna kvik­mynda­ráðs um breyt­ingar á kvik­mynda­lögum og sam­komu­lags um stefnu­mörkun fyrir íslenska kvik­mynda­gerð árin 2016–2019. Þar er lagt til að tekin verði upp í kvik­mynda­lög ákvæði um sýn­ing­ar­styrki en 31. des­em­ber 2016 féllu úr gildi lög um styrki vegna sýn­inga á kvik­myndum á íslensku í kvik­mynda­húsum hér á landi. Þá hafa ný lög um rík­is­fjár­mál haft í för með sér breyt­ingar á skil­grein­ingu á hlut­verki for­stöðu­manna og einnig er til­laga um nýtt ákvæði um hámarks­skip­un­ar­tíma for­stöðu­manns Kvik­mynda­mið­stöðvar Íslands til sam­ræmis við t.d. skipun þjóð­leik­hús­stjóra og safn­stjóra Lista­safns Íslands. „Að lokum er brugð­ist við ábend­ingum umboðs­manns Alþingis um að setja ítar­legri reglur um störf kvik­mynda­ráð­gjafa og að gæta verði að sjón­ar­miðum um gagn­sæi og jafn­ræði um stjórn­sýslu þess­ara mála.“

Sjá nánar hér: Útlendingar mega sækja um styrki til Kvikmyndasjóðs en einungis íslenskar myndir fá þá

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR